Austurland ákjósanlegt fyrir vetrarævintýrin

Ljósmynd/Ingvi Örn Þorsteinsson

Mikill fjöldi fólks heldur nú norður yfir heiðar til Akureyrar, Siglufjarðar og Dalvíkur til að skella sér á skíði. Það er þó ekki síðra að halda austur á land en þar er að finna ein bestu skíðasvæði landsins, Oddsskarð og Stafdal auk fjölda svæða þar sem gönguskíðafólk getur notið sín í botn. 

Þeir sem stefna á skíðafrí nú á vormánuðum ættu því að huga að Austurlandi. 

Dagana 4.-7. mars verður svo Fjallaskíða- og brettahátíð haldin í Fjarðabyggð og þá verður boðið upp á byrjendanámskeið sem og fjallaskíðaferðir. 

Oddsskarð

Oddsskarð hentar bæði byrjendum, fjölskyldum, ævintýrafólki og þeim sem vilja halda sig á gönguskíðunum. Þrjár lyftur eru á svæðinu og einnig gönguskíðabraut. Svæðið er við þjóðveg númer 92 og er ekið upp frá Eskifirði. 

Oddsskarð.
Oddsskarð. Ljósmynd/Rhombie Sandoval

Stafdalur

Stafdalur er við þjóðveg númer 93 á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Þjár lyftur eru á svæðinu og fjölbreyttir möguleikar í leiðavali. Þar er líka gönguskíðabraut. 

Skíðasvæðið í Stafdal.
Skíðasvæðið í Stafdal. Ljósmynd/Ingvi Örn Þorsteinsson

Ævintýri undir Dyrfjöllum

Ferðavefurinn fjallaði nýlega um skíðagönguferð sem ber titilinn Ævintýri undir Dyrfjöllum en í þeirri ferð gefst fólki kostur á að upplifa svæði á Íslandi sem fáir hafa komið á.

Fjallaskíðaferð í Dyrfjöllum.
Fjallaskíðaferð í Dyrfjöllum. Ljósmynd/Árni Magnús Magnússon

Vök baths

Eftir skemmtilegan dag í fjöllunum er svo tilvalið að skella sér í Vök baths og skola af sér svitann. 

Vök Baths.
Vök Baths.
mbl.is