Bestu ferðaráð fræga fólksins

Klæðnaðurinn skiptir miklu máli á ferðalögum að mati Victoriu Beckham.
Klæðnaðurinn skiptir miklu máli á ferðalögum að mati Victoriu Beckham. AFP

Fáir þurfa að ferðast meira en hinir ríku og frægu. Ferðavefurinn tók saman bestu ráð fræga fólksins þegar ferðalög eru annars vegar. Þar kennir ýmissa grasa.

Drew Barrymore

„Ég vildi að ég gæti verið mínimalisti en með börn þá vill maður alltaf hafa meira en minna með sér í ferðalögin. Það er hins vegar ein tegund af tösku sem hver fjölskyldumeðlimur á. Ef það passar ofan í hana þá má það koma með,“ sagði Barrymore.
Drew Barrymore.
Drew Barrymore. AFP

Chrissy Teigen

Teigen hugar að hverju smáatriði þegar hún skipuleggur fatnað sinn á ferðalögum. Hún útbýr minnisbók með myndum af fatnaði í þeim stíl sem hún ætlar að fylgja á ferðalaginu og hefur skipulagt útlitið fyrir hvern viðburð. Þannig kemur hún í veg fyrir að hún pakki sautján pilsum og bara einum bol. 
Chrissy Teigen útbýr minnisbók með fatastílnum sem hún kýs að …
Chrissy Teigen útbýr minnisbók með fatastílnum sem hún kýs að fylgja á ferðalaginu. mbl.is/Getty Images

Rosie Huntington-Whiteley

„Ég reyni að pakka minna því upp á síðkastið hef ég tekið eftir því að ég pakka of miklu og klæðist engu af því sem ég pakka.“ Hún reynir því að vera skipulagðari á ferðalögum. „Ég pakka einungis fjórum litum; dökkbláum, hvítum, gráum og svörtum. Sama gildir um skó og fylgihluti.“
Rosie Huntington-Whiteley pakkar bara fjórum litum.
Rosie Huntington-Whiteley pakkar bara fjórum litum.

Gwyneth Paltrow

„Í gegnum árin hef ég öðlast mikla færni í að pakka fyrir ferðalög án þess að þurfa að „tékka“ farangurinn inn. Galdurinn felst í því að hugsa allt út til enda. Pakkaðu nokkrum lykilflíkum og vertu óhræddur við að þvo fötin á hótelherberginu,“ sagði Paltrow á heimasíðu sinni Goop. 

Gwyneth Paltrow ferðast bara með handfarangur.
Gwyneth Paltrow ferðast bara með handfarangur. mbl.is/AFP

Eva Longoria

„Mér verður alltaf svo kalt um borð í flugvél þannig að ég tek með mér stóra og þykka sokka til þess að halda á mér hita.“
Eva Longoria er alltaf í þykkum sokkum.
Eva Longoria er alltaf í þykkum sokkum. mbl.is/AFP

Victoria Beckham

„Mér finnst alltaf gott að taka með mér mikið af silkikrepskyrtum sem krumpast ekki. Hægt er að klæða þær upp með háum hælum. Þá er gott að taka með sér fínni jakka og þröngar svartar buxur. Ég tek líka alltaf með mér strigaskó ef ég skyldi vilja hreyfa mig eitthvað.“
Victoria Beckham tekur með sér silkiskyrtur.
Victoria Beckham tekur með sér silkiskyrtur. mbl.is/skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert