Óhugnanlegasta hús í heimi verður að gistihúsi

Húsið úr Silence of the Lambs mun verða að gistihúsi …
Húsið úr Silence of the Lambs mun verða að gistihúsi eftir endurbæturnar.

Húsið úr hrollvekjunni Silence of the Lambs fékk á dögunum nýja eigendur. Nýju eigendurnir stefna á að gera húsið að gistihúsi. Húsið verður þó ekki gert að krúttlegu gistihúsi í sveitinni heldur verður það í anda kvikmyndarinnar sem gerði það frægt.

Kvikmyndin Silence of the Lambs kom út árið 1991 og naut mikilla vinsælda. Með aðalhlutverk fóru Jodie Foser, Anthony Hopkins og síðast en ekki síst Ted Levine. 

Húsið er í Perryopolis í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum. Það var sett á sölu í október á síðasta ári og seldist nú í byrjun árs. Kaupandinn er liststjórnandinn Chris Rowan. Húsið er yfir 100 ára gamalt og í því eru fjögur svefnherbergi. 

Húsið verður í Silence of the Lambs stíl.
Húsið verður í Silence of the Lambs stíl.
mbl.is