Þyrluskíðaferðir á Íslandi á meðal þeirra bestu

Þyrluskíðaferðir eru vinsælar á Íslandi.
Þyrluskíðaferðir eru vinsælar á Íslandi. mbl.is/Colourbox

Skíðaferðir þar sem þyrla flytur skíðafólk upp í hæstu hæðir njóta sífellt meiri vinsælda á Íslandi eins og annars staðar. Á vef Forbes er farið yfir bestu þyrluskíðastaði í heimi árið 2021 og er Ísland þar á lista. Þyrluskíðaferðir eru sagðar koma sérstaklega sterkar inn í ár vegna þess að víða eru skíðasvæði lokuð.  

Mælt er með því að fara frá mars til maí í þyrluskíðaferðir til Íslands. Einstök náttúra er helsti kostur þess að fara á fjallstinda á Íslandi og skíða niður. Eldfjöll, jöklar, íshellar, stórbrotnar strandlengjur og tilkomumiklir fossar séu meðal þess sem skíðakappar eiga von á á Íslandi. 

Einnig er mælt með þyrluskíðaferðum í Kackar-fjallgarðinn í Tyrklandi, Baffinsland í Kanada, Kamtsjatkaskaga í austurhluta Rússlands, Grænland og Andesfjöllin í Síle.

Fátt jafnast á við það að fljúga upp á fjallstind …
Fátt jafnast á við það að fljúga upp á fjallstind með þyrlu og renna sér niður. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert