Ógnvænlegasta róla í heimi

Hæsta róla í heimi var opnuð í Bollywood-skemmtigarðinum í Dúbaí í janúar síðastliðnum. Rólan er 140 metra há, eða um þremur metrum hærri en Starflyer-rólan í skemmtigarðinum í Orlando í Bandaríkjunum. 

Rólan er án efa ein sú ógnvænlegasta í heimi og ekki allir sem þora að skella sér í hana. 

Það tók 600 daga að byggja turninn og 120 daga til viðbótar að gera róluna tilbúna. Í hana var notað 421 tonn af stáli. 

Stjórnendur skemmtigarða í Dúbaí hafa nýtt kórónuveirufaraldurinn í að byggja og bæta skemmtigarða sína en átta önnur tæki hafa verið opnuð í þremur görðum í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert