Eldgosið í Etnu lýsir upp næturhiminn

Eldgosið í Etnu lýsir upp næturhimininn á Sikiley á Ítalíu um þessar mundir. Þetta sögufræga eldfjall minnti nýlega á sig með hávaða og látum en nú gýs úr gígnum suðaustan megin í fjallinu. 

Þetta er stærsta gosið frá upphafi mælinga úr suðaustur gígnum og segja heimamenn að þetta sé eitt flottasta eldgosið í fjallinu á síðastliðnum áratugum.

„Þetta er án efa stærsta sprengingin í suður gígnum sem var uppgötvaður árið 1971. Við höfum ekki séð svona kraftmikla sprengingu í mörg ár, en eins og staðan er núna stafar mönnum engin hætta af því, fyrir utan reykinn sem getur valdið vandamálum í nokkra klukkutíma, og askan sem þekur byggingar og vegi,“ sagði Marco Neri, eldfjallasérfræðingur á Ítalíu við The Guardian.

Etna er hæsta eldfjall Evrópu og eitt það virkasta í heimi en það stendur í 3.324 metra hæð yfir sjávarmáli.

Eldgosið í Etnu í gærkvöldi.
Eldgosið í Etnu í gærkvöldi. AFP
Etna.
Etna. AFP
Bærinn Porto di Riposto á Sikiley með rauðglóandi hraunið í …
Bærinn Porto di Riposto á Sikiley með rauðglóandi hraunið í bakgrunni. AFP
Bærinn Zafferana Etnea á Sikiley með eldgosið í bakgrunni.
Bærinn Zafferana Etnea á Sikiley með eldgosið í bakgrunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert