Stevie Wonder ætlar að flytja til Gana

Stevie Wonder er kominn með nóg af Bandaríkjunum.
Stevie Wonder er kominn með nóg af Bandaríkjunum. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Stevie Wonder ætlar að flytja til Gana. Wonder greindi sjónvarpskonunni Opruh Winfrey frá áætlunum sínum nýlega. Ástæða flutninganna er bandarískt samfélag. 

„Ég vil sjá þessa þjóð brosa aftur,“ sagði hinn stjötugi Wonder við Winfrey. „Og ég vil gera það áður en ég flyt til Gana af því ég er að fara að gera það.“

„Ætlar þú að flytja alfarið til Gana?“ sagði spjallþáttadrottningin þá örlítið hissa. Tónlistarmaðurinn svaraði játandi. Hann sagðist ekki vilja sjá barnabarnabörn sín þurfa að biðja um virðingu, minna á mikilvægi sitt né biðja sérstaklega um að vera metin verðleikum. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Wonder segist vera að íhuga að flytja til Gana að því fram kemur á vef CNN. Árið 1994 sagðist hann finna fyrir meira samfélagi í Gana en í Bandaríkjunum. 

Stevie Wonder.
Stevie Wonder. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert