Furðulegustu hlutirnir í öryggisleitinni

Dauður hákarl var meðal annars það skrítnasta sem fannst í …
Dauður hákarl var meðal annars það skrítnasta sem fannst í öryggisleitinni í Bandaríkjunum á síðasta ári. Skjáskot/Youtube

Farangurinn sem við ferðumst með er jafn misjafn og við erum mörg. Ýmsir furðulegir hlutir hafa uppgötvast í öryggisleitinni á bandarískum flugvöllum. Öryggisleitin í Bandaríkjunum gaf á dögunum út myndband þar sem farið er yfir furðulegustu hlutina sem fundust árið 2020. 

Á listanum er meðal annars lítill dauður hákarl. Hákarlinn sjálfur er ekki á bannlista en talið var að efnin í hákarlinum væru hættuleg. Fleiri hluti á listanum má finna í myndbandinu. Það skrítnasta á listanum kemur kannski á óvart. 

Tveir starfsmenn öryggisleitarinnar gengu í það heilaga hinn 25. júní og voru hundar þeirra, sem líka vinna í öryggisleitinni, með í brúðkaupinu. 

mbl.is