Ríkisstjórnin styrkir uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík

Stefnt er að uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík.
Stefnt er að uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík. Ljósmynd/Rafnar Orri Gunnarsson

Ríkistjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að styrkja uppbyggingu á Eurovision-safni á Húsavík. Styrkurinn hljóðar upp á tvær milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Stefnt er að því að safnið verði opnað í maí næstkomandi en þá eru einmitt liðin 65 ár frá því að Eurovision-keppnin var haldin í fyrsta sinn. 

Könnunarsögusafnið á Húsavík stendur fyrir opnun Eurovision-safnsins í samstarfi við Húsavíkurstofu, RÚV, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og Netflix.

Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var tekin upp á Húsavík árið 2019 og kom inn á Netflix síðastliðið sumar. Síðan þá hefur verið aukinn áhugi á Húsavík í Eurovision-heiminum og myndin haft mjög jákvæð áhrif á ferðamennsku á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert