Fellsfjara á Breiðamerkursandi ein sú besta í Evrópu

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, eða Diamond Beach, er talin vera ein …
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, eða Diamond Beach, er talin vera ein sú besta í Evrópu. mbl.is/RAX

Fellsfjara á Breiðamerkursandi, eða Diamond Beach eins og erlendir ferðamenn kalla ströndina, er í 11. sæti á lista Tripadvisor yfir bestu strendur Evrópu. Fellsfjara stingur eilítið í stúf á listanum enda önnur tveggja svartra stranda á listanum. Reynisfjara er hin svarta ströndin á listanum en hún er í 14. sæti.

Notendur Tripadvisor völdu á dögunum bestu strendur Evrópu fyrir árið 2021. Bestu ströndina í heimsálfunni er að finna í bænum Lampedusa á Ítalíu, ströndina Spiaggia dei Conigli. 

„Ein perla heimsins. Hvít strönd, túrkisblátt vatn, kælandi andvari frá sjónum. Búðu þig undir 20 mínútna göngu til að komast að ströndinni, en þegar þú kemur þangað mun þér líða eins og þú sért ekki á jörðinni,“ segir um Spiaggia dei Conigli.

Í öðru sæti er að finna Playa de Cofete á Spáni og í þriðja sæti er Praia da Falesia í Portúgal. 

  1. Spiaggia dei Conigli  Ítalíu
  2. Playa de Cofete  Spáni
  3. Praia da Falesia  Portúgal
  4. La Concha-strönd  Spáni
  5. Bournemouth-strönd  Bretlandi
  6. Balos Lagoon  Grikklandi
  7. Elafonissi-strönd  Grikklandi
  8. Plage de Santa Giulia  Frakklandi
  9. Kleftiko-strönd  Grikklandi
  10. Porthminster-strönd  Bretlandi
  11. Fellsfjara á Breiðamerkursandi (Diamond Beach)  Íslandi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert