Strandleikfangið af stærri gerðinni

Söngkonan Ciara skemmti sér á risastóru þríhjóli.
Söngkonan Ciara skemmti sér á risastóru þríhjóli. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Ciara lætur fara vel um sig á ströndinni með fjölskyldunni nú þegar eiginmaður hennar, ruðningskappinn Russell Wilson, er í fríi frá NFL-deildinni. Ciara kann að skemmta sér á ströndinni og veit að bleikir flamingóafuglar eru löngu dottnir úr tísku. 

Strandleikfang sem Ciara lék sér með á ströndinni hefur vakið mikla athygli. Leikfangið er af stærri gerðinni eins og hún skrifaði réttilega í sögu á Instagram. „Stór leikföng,“ skrifaði Ciara við mynd af sér hjólandi á uppblásnu þríhjóli. Ciara birti einnig myndskeið af sér að hjóla á  hjólinu í sjónum. 

Hver væri ekki til í smá sól, strönd og uppblásið þríhjól núna í lok febrúar?

View this post on Instagram

A post shared by Ciara (@ciara)mbl.is