Svona lærðu Oddný og Sondre að sigla

Oddný Sunna Davíðsdóttir og Sondre Jør­gensen eru stödd á Kanaríeyjum …
Oddný Sunna Davíðsdóttir og Sondre Jør­gensen eru stödd á Kanaríeyjum og stefna á að sigla yfir til Tenerife á næstu vikum. Ljósmynd/Oddný Sunna Davíðsdóttir

Odd­ný Sunna Davíðsdótt­ir og eig­inmaður henn­ar Sondre Jør­gensen keyptu skútuna Freyju fyrir þremur árum og fyrir tæpu ári lögðu þau úr höfn frá Danmörku og hafa siglt víða um Evrópu undanfarna mánuði. 

Nú eru þau Oddný, Sondre og kötturinn Flóki stödd á Kanaríeyjum. Þau stofnuðu nýlega YouTube-rás þar sem þau hyggjast fara yfir frá A til Ö hvernig þau keyptu bátinn sinn, lærðu að sigla og létu svo drauma sína rætast um borð í Freyju. 

Í fyrsta þættinum, sem horfa má á hér fyrir neðan, sýna þau frá því hvernig þau keyptu skútuna Freyju. 

mbl.is