Mikið fjör við Mývatn næstu daga

Íslandsmeistaramótið í hundasleðakeppni fer fram helgina 12.-14. mars á Vetrarhátíðinni …
Íslandsmeistaramótið í hundasleðakeppni fer fram helgina 12.-14. mars á Vetrarhátíðinni við Mývatn sem hófst í dag. Ljósmynd/Snow Dogs

Sæmundur Þór Sigurðsson og kona hans Bergþóra Kristjánsdóttir reka fyrirtækið Snow Dogs þar sem þau bjóða upp á hundasleðaferðir í Mývatnssveit. Helgina 12.-14. mars verður Íslandsmeistaramótið hundasleðakeppni haldið en keppnin er hluti af dagskrá Vetrarhátíðar við Mývatn sem hófst í dag og stendur til 14. mars.

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands hefur verið haldið á Mývatnssvæðinu síðan 2010. Mótin eru yfirleitt vel sótt að sögn Bergþóru, í það minnsta á þeirra mælikvarða en í ár eru skráningar 45.

Bergþóra og Sæmundur eiga 24 hunda í dag.
Bergþóra og Sæmundur eiga 24 hunda í dag. Ljósmynd/Snow Dogs

Sæmundur og Bergþóra stofnuðu fyrirtækið sitt veturinn 2014-2015 en þau kynntust siberian husky-hundum í gegnum móður Sæmundar, Hjördísi Hilmarsdóttur, sem hefur ræktað hunda í hartnær 20 ár. Í dag eru þau alls með 24 hunda.

Á veturna bjóða þau upp á hundasleðaferðir, á sumrin bjóða þau svo upp á hundakerruferðir og svo stendur fólki til boða að koma og heimsækja hundana allt árið um kring. 

View this post on Instagram

A post shared by Snow Dogs (@snowdogsiceland)

View this post on Instagram

A post shared by Snow Dogs (@snowdogsiceland)

mbl.is