Byggja hraðskreiðasta rússíbana í heimi

Hér má sjá tölugerða mynd af rússíbananum.
Hér má sjá tölugerða mynd af rússíbananum. Skjáskot/Youtube

Flug fálkans er nýr rússíbani sem er í þróun í Sádi-Arabíu. Rússíbaninn verður helsta aðdráttarafl Six Flags Qiddiya-skemmtigarðsins sem verður opnaður rétt fyrir utan höfuðborgina Ríad árið 2023. 

Flug fálkans á að verða hraðskreiðasti, hæsti og lengsti rússíbani í heimi. Bandaríska skemmtigarðakeðjan Six Flags vinnur að gerð garðsins ásamt fjárfestingafélagi í Sádi-Arabíu. 

Gestir rússíbanans fara fjögurra kílómetra leið í stóra rússíbananum en hann er sagður munu fara á allt að 250 kílómetra hraða og verða hæsti frístandandi rússíbani í heimi. Tuttugu farþegar komast fyrir í rússíbananum í einu og tekur ferðalagið þrjár mínútur. 

Hraðskreiðasti rússíbani í heimi i dag er rússíbaninn Formula Rossa í Ferrari World Abu Dhabi-garðinum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formula Rossa nær 240 kílómetra hraða á klukkustund. 

Frétt CNN

Á myndskeiði hér fyrir neðan má sjá tölvugert myndskeið af Flugi fálkans. Rússíbaninn er ekki fyrir lofthrædda og það liggur við að það fari um fólk bara við að horfa á ferðalagið. 

mbl.is