Svo mikið stuð að sokkabuxurnar urðu eftir

Það var góð stemning á hljóðlausa diskótekinu á Nostalgiu á …
Það var góð stemning á hljóðlausa diskótekinu á Nostalgiu á laugardagskvöldið. Samsett mynd

Sokkabuxur, hlýrabolur, sólgleraugu og peysa frá 66° Norður eru meðal þeirra muna sem urðu eftir á Íslendingabarnum Nostalgiu á Tenerife um helgina. Óskilamunirnir voru auglýstir á Facebook-síðu Nostalgiu í gær.

Af óskilamununum má draga þá ályktun að stemningin hafi verið einstaklega góð á hljóðlausu diskóteki sem haldið var á staðnum á laugardagskvöldið. 

Hljóðlausu diskótekin hafa notið mikilla vinsælda á Tenerife undanfarna mánuði og laugardagskvöldið var engin undantekning. 

mbl.is