Bieber-hjónin á vinsælastu eyju stjarnanna

Justin Bieber og Hailey Bieber.
Justin Bieber og Hailey Bieber. AFP

Justin og Hailey Bieber njóta nú lífsins á Turks- og Caicoseyjum. Eyjan er vinsæll áfangastaður ríka fræga fólksins en á þessu ári hafa til dæmis Brad Pitt, Jennifer Lopez og Alex Rodriguez og Kardashian og Jenner systur heimsótt eyjuna.

Fríið er eflaust kærkomið fyrir þau hjónin en Justin gaf út sína sjöttu plötu hinn 19. mars síðastliðinn. Þá gaf hann einnig út nýja fata- og skólínu í samstarfi við Crocs. 

Hailey hefur líka verið að gera það gott undanfarna mánuði en hún steig aftur á tískupallinn eftir 2 ára pásu og gekk fyrir Moschino.

mbl.is