Til handalögmála kom við lendingu

American Airlines.
American Airlines. Ljósmynd/Aðsend

Slagsmál brutust út í vél American Airlines í Bandaríkjunum á dögunum. Vélin flaug frá Los Angeles til Phoenix en atvikið átti sér stað við lendingu í Phoenix. Ung kona um borð tók upp myndband í vélinni og deildi því á Twitter. 

„Missti næstum því af tengifluginu mínu með American Airlines í Phoenix af því tvær stelpur ákváðu að slást um hvor þeirra fengi að fara fyrr frá borði. Get ekki,“ skrifaði konan. 

Í myndbandinu má ekki sjá slagsmálin með beinum orðum en heyra má öskur og óp í öðrum farþegum. Þar má einnig heyra tilkynningu í kallkerfi vélarinar um að kalla lögregluna til.

American Airlines hefur staðfest að uppákoman hafi átt sér stað í vél þeirra en enginn hafi meiðst alvarlega, hvorki farþegar né áhafnarmeðlimir.

mbl.is