Rauðisandur meðal bestu stranda Evrópu

Rauðasandur.
Rauðasandur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rauðisandur er á meðal fegurstu stranda í Evrópu að mati Lonely Planet. Rauðasandur er þar í 12. sæti en á listanum er fjöldi fallegra stranda í heimsálfunni. 

„Við Látrabjarg á hinum fjarlægu Vestfjörðum Íslands er Rauðisandur, stór, auður og ótrúlega fallegur. Ströndin fær bronsaðan lit sinn úr niðurbrotinni hörpuskel og er römmuð inn af dökkum klettum með fallegt heiðblátt lón í forgrunni. Ef þú ákveður að fara að Látrabjargi gáðu þá hvort þú sérð lunda og seli. Á heiðum degi sérðu Snæfellsjökul í fjarska,“ segir um Rauðasand á vef Lonely Planet. 

Efst á lista Lonely Planet er ströndin Haukland í Noregi. Í öðru sæti er Cala Goloritzé á Ítalíu og í því þriðja er vesturströndin í Skotlandi. 

  1. Hauklandströnd í Noregi
  2. Cala Goloritzé á Ítalíu
  3. Vesturströndin í Skotlandi
  4. Plage de Palombaggia í Frakklandi 
  5. Platja Illetes á Spáni
  6. Barafundle flói í Wales
  7. Praia de Arrifana í Portúgal
  8. Cala Macarella á Spáni
  9. Navagioströnd á Grikklandi
  10. Platja de Coll Baix á Spáni
  11. Ile de Porquerolles í Frakklandi
  12. Rauðisandur á Íslandi
  13. Praia as Catedrais á Spáni
  14. Sveti Stefan í Svartfjallalandi
  15. Laraströnd á Kýpur
  16. Zlatni Rat í Króatíu
  17. Dueodde í Danmörku
  18. Keemflói á Írlandi
  19. Myrtosströnd á Grikklandi
  20. Spiaggia dei Conigli á Ítalíu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert