Seldist upp í lúxussiglingu fyrir árið 2023

Miðarnir seldust upp á fáeinum klukkustundum.
Miðarnir seldust upp á fáeinum klukkustundum. Ljósmynd/Silversea Cruises

Miðar seldust upp í siglingu Silversea Cruises á minna en sólarhring. Gert er ráð fyrir að skipið leggi úr höfn 10. janúar 2023. Siglingin tekur 139 daga og verður siglt til 34 landa í fimm heimsálfum. 

Miðarnir alls ekki ódýrir en þeir kosta á bilinu 10 til 37 milljónir íslenskra króna. Innifalið er flug til Ástralíu frá Bandaríkjunum með Quantas.

„Þessi sigur er sönnun þess að það er mikil eftirspurn á markaðnum, sérstaklega hjá auðugum og fáguðum ferðalöngum,“ sagði Roberto Martinoli í viðtali við Traveller

Silversea Shadow siglir úr höfn frá Sydney í Ástralíu og fer fyrst til Nýja-Sjálands. Þar á eftir verður stoppað á ýmsum Kyrrahafseyjum áður en haldið verður til Afríku, Suður-Ameríku og í Karíbahaf, en siglingunni lýkur í Fort Lauderdale í Bandaríkjunum. 

Skipið er frekar smátt í sniðum miðað við önnur skemmtiferðaskip. 388 farþegar geta verið um borð og 302 áhafnarmeðlimir. Skipið er líka nógu smátt til að geta siglt upp Amazonfljótið í Brasilíu.

mbl.is