Skíðaparadís á útverði Ólafsfjarðar

Útsýnið á toppi Múlakollu er engu líkt.
Útsýnið á toppi Múlakollu er engu líkt. mbl.is/Bjarni Helgason

Við Ólafsfjörð á Norðausturlandi gnæfir fjallið Múlakolla yfir fjöll og firnindi.

Fjallið, sem gjarnan er kallað útvörður fjarðarins, er 984 metrar að hæð en á toppi Múlakollu er útsýni yfir stærstan hluta Tröllaskagans ásamt Hrísey og Eyjafirðinum í öllu sínu veldi.

Að bruna niður Múlakollu er góð skemmtun.
Að bruna niður Múlakollu er góð skemmtun. Ljósmynd/Elís Hólm

Múlakolla hefur alla tíð notið mikilla vinsælda hjá göngufólki en fjallaskíðafólk hefur farið mikinn á fjallinu á undanförnum árum.

Einn af stærstu kostum Múlakollu er sú staðreynd að hægt er að skíða í öllum hlíðum fjallsins; suður-, vestur-, norður- og austurhlíðum.

Það er mikilvægt að vanda valið þegar á toppinn er …
Það er mikilvægt að vanda valið þegar á toppinn er komið. mbl.is/Bjarni Helgason

Fjallaskíðafólk getur því valið sér leið eða leiðir þegar á toppinn er komið, háð veðri, vindum og skíðafæri, og aldrei orðið fyrir vonbrigðum.

Fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á að því að ganga á fjöll þá er starfrækt lítið fjölskyldufyrirtæki í fjallinu sem heitir Arctic Freeride.

Skíðað í vesturhlíðum Múlakollu.
Skíðað í vesturhlíðum Múlakollu. mbl.is/Bjarni Helgason

Undanfarin ár hafa þeir boðið skíðaþyrstum Íslendingum upp á topp Múlakollu á vel útbúnum troðara sem hefur upp á að bjóða ýmiskonar óvænt þægindi.

Við vinirnir höfum verið fastagestir á Múlakollu undanfarin ár, enda fátt sem toppar góða helgi á Norðurausturlandinu, og valkosturinn að geta bæði gengið upp eða látið „skutla sér upp á topp“ hefur vegið þungt í þeirri ákvörðun okkar að heimsækja Ólafsfjörð nokkrum sinnum á ári.

Smelltu hér til að fylgja mér á Instagram.

Fyrir púðurþyrsta Íslendinga er alltaf hægt að finna góða skíðaslóða …
Fyrir púðurþyrsta Íslendinga er alltaf hægt að finna góða skíðaslóða í fjallinu. mbl.is/Bjarni Helgason
Eyjafjörðurinn í öllu sínu veldi.
Eyjafjörðurinn í öllu sínu veldi. mbl.is/Bjarni Helgason
Það er alla jafna nægur snjór í Múlakollu fyrir skíðaþyrsta …
Það er alla jafna nægur snjór í Múlakollu fyrir skíðaþyrsta Íslendinga. mbl.is/Bjarni Helgason
Á Múlakollu er útsýni yfir stærstan hluta Tröllaskagans.
Á Múlakollu er útsýni yfir stærstan hluta Tröllaskagans. mbl.is/Bjarni Helgason
Snjótroðari Arctic Freeride er búinn öllum helstu þægindum.
Snjótroðari Arctic Freeride er búinn öllum helstu þægindum. mbl.is/Bjarni Helgason
Í norðurhlíðum Múlakollu blasir Atlantshafið við.
Í norðurhlíðum Múlakollu blasir Atlantshafið við. mbl.is/Bjarni Helgason
mbl.is