Tilbúin að deyja á Mars

Elon Musk og Grimes.
Elon Musk og Grimes. AFP

Fjöllistakonan Grimes, kærasta frumkvöðulsins Elons Musks, er tilbúin að deyja á Mars. Grimes hefur greinilega fulla trú á að hún geti brátt ferðast til Mars og segist tilbúin að deyja á rauðu plánetunni. 

„Tilbúin að deyja með rauða mold undir fótum mér,“ skrifaði Grimes við mynd af sér á svæði í Texas þar sem Musk og félagar þróa geimflaugar. Stefnt er að því að flytja fólk til Mars. 

Vonandi er langt þangað til lifi Grimes lýkur en hún er aðeins 33 ára. Að minnsta kosti er ekki alveg ljóst hvenær fyrirtæki manns hennar getur boðið fólki upp á flugferðir út í geiminn. Hún virðist hafa mikinn áhuga á áætlunum manns síns og sagði nýlega að hún væri til í að flytja til Mars. 

mbl.is