Bauð Farrow og kettinum í einkaþotu

Mia Farrow var gift Frank Sinatra.
Mia Farrow var gift Frank Sinatra. AFP

Leikkonan Mia Farrow kynntist leikaranum og söngvaranum Frank Sinatra árið 1964 en þá var hún var aðeins 19 ára. Sinatra heillaði Farrow upp úr skónum þegar hann bauð henni að fljúga til sín með einkaþotu.

Farrow fór í ferðina sem breytti öllu með heyrnarlausa kettinum sínum Malcolm. Ferðinni var heitið til heimilis Sinatra í Palm Springs í Kaliforníu að því er kemur fram á vef InStyle. 

„Ég kom þangað og hann sýndi mér húsið. Hann var í öðru herbergi,“ sagði Farrow í viðtali fyrir rúmlega 20 árum. „Ég verð að fá mér kattakassa,“ sagði Farrow á sínum tíma, en hún flaug alla leið frá Los Angeles.

Tveimur árum seinna gengu þau Farrow og Sinatra í hjónaband á hóteli í Las Vegas en hjónabandinu lauk árið 1968.

Frank Sinatra
Frank Sinatra REUTERS
mbl.is