Bókstaflega heitustu staðir heims

Dauðadalur í Kaliforníu í Bandaríkjunum er heitasti staðurinn á jörðinni.
Dauðadalur í Kaliforníu í Bandaríkjunum er heitasti staðurinn á jörðinni. Chuck Abbe/Wikipedia

Marga dreymir eflaust um að skella sér í sólina í nokkrar vikur eftir að hafa haldið sig heima í kuldanum á Íslandi í meira en 12 mánuði. Dauðadalur í Kaliforníu er Bandaríkjunum er þekktur fyrir að vera heitasti staður heims en þar í dalnum hefur oftast verið slegið hitamet. 

Það eru þó fleiri staðir á jörðinni þar sem svakaleg hitamet hafa verið slegin.

Dauðadalur í Bandaríkjunum 

Hæsti hitinn sem hefur mælst í Dauðadalnum fræga er 56,6 gráður árið 1913. 

Oodnadatta í Ástralíu

50 stiga hiti mældist í Oodnadatta í Ástralíu í janúar árið 1960. Það er hæsta hitastig sem hefur mælst á suðurhveli jarðar.

Kebili í Túnis

Hæsta hitastig sem mælst hefur í Kebili í Túnis er 55 gráður í júlí árið 1931. Það er hæsta hitastig sem hefur mælst á austurhveli jarðar.

Mitribah í Kúveit

Hæsta hitastig sem mælst hefur í Mitribah í Kúveit er 53,8 gráður í júlí 2016.

Turbat í Pakistan

Í hitabylgju í Turbat í Pakistan í maí árið 2017 mældist 53,7 stiga hiti, sem er eitt hæsta hitastig sem mælst hefur í Asíu.

Rivadavia í Argentínu

Hitamet var slegið í Rivadavia í desember árið 1905 en það var einnig hitamet Suður-Ameríku. Þá mældist hitinn 48,8 gráður.

Tirat Tsvi í Ísrael

Hæsti hiti sem mælst hefur í Tirat Tsvi í Ísrael er 53,8 gráður.

Aþena á Grikklandi

Hitamet á meginlandi Evrópu var slegið í Aþenu á Grikklandi í júlí árið 1977 þegar 48 gráður mældust þar í borg.

mbl.is