Nefndi hundinn eftir uppáhalds áfangastaðnum

Elísabet Englandsdrottning er búin að gefa nýju hvolpunum nöfn.
Elísabet Englandsdrottning er búin að gefa nýju hvolpunum nöfn. TOLGA AKMEN

Elísabet Englandsdrottning er búin að gefa nýju hundunum sínum nafn. Báðir hundarnir, sem eru af tegundinni corgi, fengu einstaklega falleg nöfn sem eru drottningunni kær. Þeir heita Fergus og Muick.

Sá síðarnefndi heitir eftir Loch Muick sem er á landskika fjölskyldunnar í Balmoral í Skotlandi. Þangað fer fjölskyldan oft í lautarferðir þegar hún fer í sumarfrí í ágúst og september. 

Fergus litla nefndi drottningin svo eftir móðurbróður sínum, Fergus Bowes-Lyon. Bowes-Lyon lést í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1915. 

Drottningin er mikil hundakona, en hún ræktaði Corgi hunda um …
Drottningin er mikil hundakona, en hún ræktaði Corgi hunda um árabil. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert