Fjallaskíðabrölt um Tindastól

Útsýnið á toppi Tindastóls er engu líkt.
Útsýnið á toppi Tindastóls er engu líkt. Ljósmynd/Ómar Orri Daníelsson

Skíðasvæði Tindastóls í Skagafirði hefur upp á ýmislegt að bjóða en í febrúar 2020 var tekin í notkun ný lyfta á svæðinu.

Með tilkomu nýju lyftunnar stækkar svæðið til muna en toppur lyftunnar er í rúmlega 900 metra hæð.

Skinnað upp Tindastól.
Skinnað upp Tindastól. Ljósmynd/Höskuldur Elefsen

Því miður fyrir skíðaáhugafólk er lyftan sjaldnast opin og þá er ágætt að eiga fjallaskíði eða fjallabretti fyrir utanbrautaráhugafólk.

Helgina 13.-14. mars var frábært veður í Skagafirði, glampandi sól og blankalogn, og því var ákveðið að skinna á topp Tindastóls.

Skíðabrölt er skemmtilegt brölt.
Skíðabrölt er skemmtilegt brölt. mbl.is/Bjarni Helgason

Þegar þangað var komið blasti við stórbrotið útsýni yfir bæði Drangey ásamt öllum Skagafirðinum eins og hann lagði sig.

Þaðan lá leiðin í átt að Nónnibba og Miðtindi, en frá þeim sést vel yfir Atlantshafið.

Það er mikilvægt að huga vel að öllum öryggisatriðum á …
Það er mikilvægt að huga vel að öllum öryggisatriðum á fjöllum. mbl.is/Bjarni Helgason

Til að toppa daginn var svo færið á leiðinni niður púðursnjór í bland við sólbráð.

Það sem gerði ferðina niður ennþá eftirminnilegri var síðdegissólin sem var hægt og rólega farin að undirbúa sig til setu.

Smelltu hér til að fylgja mér á Instagram.

Nónnibbi í bakgrunn.
Nónnibbi í bakgrunn. mbl.is/Bjarni Helgason
Horft suðvesturs á toppi Tindastóls.
Horft suðvesturs á toppi Tindastóls. mbl.is/Bjarni Helgason
Færið á leiðinni niður var eins og best verður á …
Færið á leiðinni niður var eins og best verður á kosið. mbl.is/Bjarni Helgason
Fjallabretti er auðvelt í notkun, alveg eins og fjallaskíði.
Fjallabretti er auðvelt í notkun, alveg eins og fjallaskíði. mbl.is/Bjarni Helgason
mbl.is