Ætla að eignast tvíburana á Havaí

Arie Luyendyk og Laruen Burnham eru að flytja til Havaí.
Arie Luyendyk og Laruen Burnham eru að flytja til Havaí. Skjáskot/Instagram

Hollenski ökuþórinn Arie Luyendyk og eiginkona hans Lauren Burnham standa nú í flutningum frá Arizona í Bandaríkjunum til Havaíeyja. Parið á von á tvíburum seinna á þessu ári og ætla þau að eignast tvíburana þar. 

Hjónin sýndu frá nýja húsinu á Havaí í myndbandi á dögunum en húsið er á eyjunni Maui. Það er einstaklega fallegt en í því eru fjögur svefnhergi og tvö baðherbergi. 

„Við ætlum að búa til allar minningarnar hér, við ætlum að eiga besta lífið og þetta verður hinn fullkomni staður til að ala upp litlu börnin okkar. Þetta er eins og draumur,“ sagði Luyendyk í myndbandinu. 

Hjónin eiga fyrir dótturina Alessi sem verður tveggja ára á þessu ári. Þau greindu frá því í janúar að von væri á strák og stelpu í júlí. 

View this post on Instagram

A post shared by Arie Luyendyk (@ariejr)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert