Þetta tekur Martha Stewart með sér í ferðalög

Martha er einn vinsælasti sjónvarpskokkur heims og á ráð við …
Martha er einn vinsælasti sjónvarpskokkur heims og á ráð við öllu.

Martha Stewart getur verið kynlegur kvistur. Hún hefur hlutina eftir sínu höfði og skammast sín ekkert fyrir það. Það á líka við um ferðalögin. Það er ýmislegt sem hún tekur með sér sem má læra af.

„Ég ferðast ekki létt og skammast mín ekkert fyrir að taka tvær stórar ferðatöskur með mér. Handfarangurinn minn er einnig sá mesti sem mögulega kemst fyrir um borð í farrýminu,“ segir Stewart.

Þrír Ipadar

„Einn I-padinn er bara fyrir bækur og hinn fyrir sjónvarpsþætti og sá þriðji er fyrir kvikmyndir. Ég fylli þá af nógu mörgum kvikmyndum þannig að ég hef eina kvikmynd á dag til þess að horfa á. Ég sef ekki vel þannig að mér finnst gott að horfa á kvikmyndir á nóttunni. Ég á þrjá Ipada því þeir fyllast svo fljótt. Mér finnst ekki gaman að eyða út kvikmyndum.“

Hlýtt sjal

Stewart tekur alltaf með sér næfurþunnt kasmírsjal. „Sjölin eru afar hlý rétt eins og dúnsæng.“

Föt fyrir líkamsræktina 

Það má ekki vanrækja heilsuna þegar maður er á ferðalagi. „Ég tek alltaf með mér líkamsræktarföt og góða skó þannig að ég kemst í ræktina á hótelinu. Ég hreyfi mig alla daga á ferðalögum.“

Heimagert snarl

Stewart forðast flugvélamat. „Ef þetta er langt flug þá tek ég með mér gæðamat að heiman, eitthvað sem ég veit að mig mun langa í um borð í flugvél. Stundum tek ég með mér heilkorna samloku með reyktum laxi. Svo tek ég stundum með mér tabboulehsalat eða jógúrt með eplasósu. Ég forðast flugvélamat, mér finnst hann ekki girnilegur. Svo eru líka mín harðsoðnu egg miklu bragðbetri en harðsoðin egg um borð í flugvél. Eggin sem ég tek með mér eru frá hænunum mínum og ég gef öllum sem ferðast með mér egg.“

Sápa

„Ég tek með allar hreinlætisvörur. Flest hótelin gefa sápur sem eru með svo mikla lykt; ég kann ekki vel að meta það. Ég vildi að hótel notuðu hágæða sápur með engri lykt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert