Prinsessan flytur til Bandaríkjanna

Marta Lovísa Noregsprinsessa ætlar að flytja til kærastans í Bandaríkjunum.
Marta Lovísa Noregsprinsessa ætlar að flytja til kærastans í Bandaríkjunum. Skjáskot/Instagram

Marta Lovísa Noregsprinsessa stefnir á að flytja til Bandaríkjanna á næstu misserum. Kærastinn hennar, Shaman Durek, er bandarískur og býr í Los Angeles. Í viðtali við norska dagblaðið VG sagði prinsessan að undanfarið ár hafi verið erfitt þar sem þau hafa lítið getað hist. 

„Börnin munu, að sjálfsögðu, koma með mér. Við munum halda heimilinu okkar í Lommedalen. Við verðum að eiga heimili í Noregi. Við munum áfram eyða miklum tíma þar. Við getum ekki yfirgefið fallega Noreg alfarið,“ sagði prinsessan. Hún á þrjár dætur úr fyrra hjónabandi sínu við Ara Behn, þær Maud Angelicu, Leuh Isadoru og Emmu Talluluh.

Marta Lovísa og Durek hafa ekki séð hvort annað síðan um jólin. „Hann er í Los Angeles og núna vitum við ekki hvenær við munum sjá hvort annað næst,“ sagði Marta Lovísa.

mbl.is