Skelltu sér til útlanda í fríinu

David og Victoria Beckham með börnum sínum í páskafríinu.
David og Victoria Beckham með börnum sínum í páskafríinu. Skjáskot/Instagram

Beckham-fjölskyldan skellti sér í páskafrí til útlanda þrátt fyrir ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. Fjölskyldan fór til Turks- og Caicos­eyj­a en eyjaklasarnir tveir eru í miklu uppáhaldi hjá þeim ríku og frægu. 

David Beckham og synir hans Brooklyn, Romeo og Cruz voru myndaðir á ströndinni á miðvikudaginn að því fram kemur á Daily Mail. Með í fríinu var einnig Victoria Beckham, dóttirin Harper og unnusta Brooklyns Beckham, Nicola Peltz. 

Beckham-fjölskyldan er bresk en ferðalög erlendis eru bönnuð í Bretlandi. Fjölskyldan heldur hins vegar einnig til í Bandaríkjunum og eru þau talin hafa verið í Miami áður en þau héldu í sólina. Einnig eru Beckham-hjónin sögð hafa veikst af kórónuveirunni í mars í fyrra. 
mbl.is