Púlar í hinu fullkomna fríi á sextugsaldri

Heather Graham er í fríi.
Heather Graham er í fríi. Skjáskot/Instagram

Hollywoodleikkonan Heather Graham er í fríi á fallegri strönd í Mexíkó með vinkonum sínum. Ef marka má uppskrift hennar að hinu fullkomna fríi er hún í því akkúrat núna. Hún elskar að stunda jóga þegar hún fer í frí og er jógamottan ekki langt undan í Mexíkó. 

„Hið fullkomna frí í mínum huga er að stunda jóga í fjóra klukkutíma á dag á strönd á einhverjum fallegum stað,“ sagði Graham þegar hún ljóstraði upp nokkrum sturluðum staðreyndum um sig í fyrra á vef Us Weekly. Hún sagðist einnig elska að synda í sjónum. 

Svo virðist því sem Graham sé í hinu fullkomna fríi núna. Hún er bæði búin að birta myndir af sér við sjóinn sem henni finnst svo gaman að synda í og á jógamottunni. mbl.is