Þetta skaltu alltaf taka með í ferðalög

Tennisbolta má nota í meira en bara tennis.
Tennisbolta má nota í meira en bara tennis. Unsplash.com/Marianna Smiley

Það er að mörgu að hyggja þegar pakka þarf niður fyrir ferðalög, en það er einn hlutur sem ekki má gleyma ... tennisbolti!

Hann er nauðsynlegur til þess að halda manni í formi. Nei, þú ert ekki að fara að spila tennis á áfangastaðnum heldur er hann gagnlegur til þess að nudda vöðvana og forðast meiðsli. 

Það að sitja lengi í bíl eða flugvél getur haft slæm áhrif á líkamann. Maður stirðnar upp og streita safnast fyrir í öxlunum og fyrr en varir er maður frá af vöðvabólgu og hausverk.

Það að stoppa og nudda sig með tennisbolta eykur blóðflæðið og mýkir vöðvana. Upplifunin af ferðalaginu verður margfalt betri fyrir vikið.

Skurðlæknirinn Ali Gjoz tekur undir þessi sjónarmið. „Rúllaðu boltanum yfir axlir, neðra bak, fætur og iljar. Það kemur blóðinu aftur á hreyfingu. Byrjaðu neðst og færðu þig smám saman ofar,“ segir Gjoz.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert