Veðja á Ísland

Frá hálendi Íslands.
Frá hálendi Íslands. mbl.is/RAX

Veðjað er á Ísland í ferðahluta Sunday Times sem helsta áfangastað ferðamanna í sumar. Þar kemur fram að ævintýralandið hafi þegar opnað landamæri sín fyrir fólki sem er bólusett og talið það land sem fólk ferðist til í sumar. 

Í umfjöllun Sunday Times er farið yfir fegurð náttúru landsins, mjólkurblá lón, jökla og eldfjöll. Talað er um eldgosið í Geldingadölum og að jafnvel aska komi ekki í veg fyrir að hægt sé að ferðast þar. 

Sjá nánar hér

mbl.is