Harry kominn til Bretlands

Harry Bretaprins er kominn til Bretlands.
Harry Bretaprins er kominn til Bretlands. AFP

Harry Bretaprins kom til Bretlands í gær, sunnudag. Hvorki eiginkona hans, Meghan hertogaynja af Sussex, né sonur hans Archie komu með honum. Harry og Meghan búa í Kaliforníu í Bandaríkjunum og verður þetta í fyrsta skipti í rúmlega ár sem hann hittir fjölskylduna sína. 

Meghan gengur nú með annað barn þeirra Harrys og var það metið svo að hún ætti ekki að ferðast yfir hálfan hnöttinn á þessum tímapunkti. 

Harry er kominn til Bretlands til að vera viðstaddur jarðarför afa síns, Filippusar prins, sem lést á föstudagsmorgun 99 ára að aldri. Útförin fer fram 17. apríl í Windsor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert