Spila á allan tilfinningaskalann

Flugfreyja Virgin Atlantic fer yfir öryggisatriðin.
Flugfreyja Virgin Atlantic fer yfir öryggisatriðin. Skjáskot/Facebook

Margir hlakka til að geta ferðast aftur um heiminn eftir heimsfaraldurinn. Flugfélagið Virgin Atlantics virðist ekki geta beðið eftir að bjóða farþega velkomna aftur og gaf því út myndband á dögunum sem spilar á allar tilfinningar þeirra sem sakna ferðalaga.

Myndbandið hefst á gullfallegu sólsetri þar sem áhorfandinn er minntur á að hljóð geti vakið minningar. Í myndbandinu má svo heyra og sjá margt kunnuglegt frá ferðalögum; sætisbelti spennt í flugvél, ísköldu kampavíni hellt í glas og öldugang á sólarströnd. 

mbl.is