Mun stoppa stutt í Bretlandi

Harry Bretaprins mun stoppa stutt í Bretlandi.
Harry Bretaprins mun stoppa stutt í Bretlandi. AFP

Harry Bretaprins mun fljúga aftur til Bandaríkjanna stuttu eftir jarðarför afa síns, Filippusar prins. Jarðarförin fer fram á laugardaginn næstkomandi. Harry kom til Bretlands á sunnudag og fór í fimm daga sóttkví.

Ástæðan fyrir því að Harry mun ekki dvelja með fjölskyldu sinni á Bretlandi í langan tíma er að eiginkona hans Meghan hertogaynja gengur nú með annað barn þeirra. Hún gat ekki ferðast til Bretlands vegna þessa. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Harry kemur til Bretlands síðan hann flutti til Bandaríkjanna á síðasta ári. Harry flaug með áætlunarflugi British Airways til Bretlands, ásamt öryggisgæslu, og lenti á Heathrow-flugvelli. Hann hefur dvalið í sóttkví í Frogmore Cottage þar sem frænka hans Eugenie prinsessa býr ásamt fjölskyldu sinni.

Sagt er að Meghan hafi viljað vera viðstödd jarðarförina og reynt með öllum mætti að fá leyfi frá lækni til þess. En að lokum fékkst það ekki og hún því heima í Bandaríkjunum með son þeirra Archie.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert