Lára Ómars bíður eftir þyrlufluginu sínu

Lára Ómarsdóttir.
Lára Ómarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona og núverandi samskiptastjóri Azt­iq Fund, fjárfestingafélags Róberts Wessman og Árna Harðarsonar, er búin að bíða eftir að komast í þyrluflug síðan 21. mars. Lára bíður því enn eftir að sjá eldgosið í Geldingadölum úr lofti. 

Lára er dóttir Ómars Ragnarssonar og á því ekki langt að sækja áhugann. 

„Hinn 21. mars pantaði ég þyrluflug yfir eldgosið. Ég hef ekki enn komist að. Það segir mér að það er brjálað að gera hjá þessu þyrlufélagi. Nú er ég farin að velta því fyrir mér að sleppa því bara að fara. Ætti ég að gera það?“ skrifar Lára á Facebook. 

Facebookvinir Láru hvetja hana ýmist til að bíða þolinmóð, panta ferð hjá öðru þyrlufyrirtæki eða jafnvel hvetja hana til þess að ganga. Lára segir það hins vegar aðra upplifun að ganga en að upplifa eldgos úr lofti. 

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason ráðleggur ekki Láru en hefur þó skoðun á öllum þyrluferðunum. „Fólk í grennd við flugvöllinn er að verða bilað á þessu þyrluflugi,“ skrifar Egill við stöðufærslu Láru. 

mbl.is