Hneig niður eftir sjö tíma í biðröð

Farþeginn hneig niður eftir 7 klukkustundir í biðröðinni.
Farþeginn hneig niður eftir 7 klukkustundir í biðröðinni. Skjáskot/Twitter

Farþegi á Heathrow-flugvelli í London í Bretlandi hneig niður eftir að hafa staðið í biðröð á vellinum í sjö klukkustundir. Langar biðraðir hafa myndast á Heathrow undanfarna daga vegna þess hve langan tíma tekur að komast inn í landið vegna landamæraeftirlits.

Blaðamaðurinn Kashif Iqbal deildi myndbandi af farþeganum liggjandi á gólfinu á Twitter í vikunni. Þar má sjá starfsmann vallarins krjúpa við hlið hans. 

Talsmaður Heathrow hefur staðfest við Independent að farþegi hafi hnigið niður eftir 90 mínútna rifrildi um sóttkvíarhótel í landamæraeftirlinu. Að þeirra sögn var farþeginn ekki með rétta pappíra til að komast á sóttvarnahótel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert