Lohan sleikir sólina í rauðum sundbol

Lindsay Lohan virðist hafa það afskaplega gott á Maldíveyjum um …
Lindsay Lohan virðist hafa það afskaplega gott á Maldíveyjum um þessar mundir. Samsett mynd

Leikkonan Lindsay Lohan er stödd á Maldíveyjum um þessar mundir. Lohan virðist hafa það einstaklega gott en hún birti myndir af sér að njóta lífsins á rauðum sundbol.

Lohan er vön því að njóta sólarinnar en hún var lengi búsett á grísku eyjunni Mykonos. 

Lohan dvelur á W Hotels, sem er í eigu Marriot Hotels, á Maldíveyjum sem staðsett er á eyjunni Fesdu. Um er að ræða 5 stjörnu hótel sem býður upp á allt það besta. 

Það er ekki ókeypis að dvelja á hótelinu en nóttin kostar í það minnsta 220 þúsund krónur. 

mbl.is