Autt miðjusæti getur skipt sköpum

Tómt miðju sæti getur skipt sköpum í baráttunni við veiruna.
Tómt miðju sæti getur skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Ljósmynd/Pexels/Sourav Mishra

Að skilja miðjusætið í flugvélum eftir autt getur minnkað líkur á því að farþegar smitist af kórónuveirunni að því er fram kemur í nýrri rannsókn á vegum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna. 

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að áhætta farþega á að smitast var 23-57% minni þegar enginn farþegi var í miðjusætinu en ef vélin væri full.

Snemma í heimsfaraldrinum kom upp sú hugmynd að skilja miðjusætið eftir autt í vélum til að auka bil á milli óskyldra farþega. Nokkur flugfélög fóru þá leið en aðeins í skamman tíma. 

Í Bandaríkjunum er Delta Air Lines eina flugfélagið sem bókar ekki í miðjusætið í vélum sínum en stefnt er að því að hætta því eftir 30. apríl.

Rannsakendur notuðu gínur með innbyggðum úðabrúsa í líkani af flugvél til að meta smithættuna. Annmarkar rannsóknarinnar eru þeir að hún byggist á tilraun sem gerð var árið 2017 og því var ekki grímuskylda um borð og gínurnar í tilrauninni ekki með grímu.

„Þessi gögn gefa til kynna að aukin fjarlægð milli farþega og færri farþegar geti dregið úr möguleikanum á Covid-19-smiti í flugsamgöngum,“ segir í rannsókninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert