Salka elskar að eldast á hóteli

Salka Sól og Arnar Freyr.
Salka Sól og Arnar Freyr. mbl.is/​Freyja Gylfa

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld fagnaði 33 ára afmæli sínu í gær með stæl. Hún skellti sér út á land með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Arnari Frey Frostasyni, og fékk eins árs gömul dóttir þeirra að fylgja með. 

Fjölskyldan dvaldi á Hótel Geysi og var Salka ekki sú eina sem fagnaði afmæli þar. Hún hitti mann sem fagnaði 77 ára afmæli á hótelinu og sagði hún þau ætla að fagna samanlögðu 110 ára afmæli sínu. 

Stjörnurnar hafa verið duglegar að fagna merkum tímamótum úti í sveit í slökun á hóteli í vetur. At­hafna­kon­an Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir varð þrítug í vetur. Hún fagnaði stóraf­mæl­inu á Hót­el Geysi ásamt kær­asta sín­um, Guðmundi Birki Pálma­syni kírópraktor. Guðmundur fagnaði einnig fertugsafmælinu á sama hóteli. 

„Takk fyrir fallegar kveðjur elsku fólk. Ég elska að eiga afmæli og ég elska að eldast. Sérstaklega með þessum tveimur,“ skrifaði Salka á Instagram í gær og birti mynd af fjölskyldu sinni. 


 

mbl.is