Rauðir dreglar rjúka upp á Húsavík

Rauður dregill fyrir framan veitingahúsið Sölku.
Rauður dregill fyrir framan veitingahúsið Sölku. Ljósmynd/Guðrún Þórhildur Emilsdóttir

Veitingahúsið Salka á Húsavík hefur komið upp rauðum dregli fyrir framan dyr sínar. Mikið stuð er fram undan á Húsavík um helgina vegna Óskarsverðlaunahátíðarinnar sem fer fram aðfaranótt mánudags. 

Lagið Húsavík – My Home Town er tilnefnt til verðlaunanna og mikil stemning hefur myndast í bænum vegna tilnefningarinnar. 

Á Sölku var kynntur sérstakur Óskarsmatseðill með amerísku ívafi og þar má til dæmis finna Hollywood hotwings, Óskarsrif og sitthvað fleira. 

Rauði dregill Sölku er ekki sá eini í bænum en Garðarsbrautin hefur verið máluð rauð og borði hengdur milli húsanna í tilefni af verðlaunahátíðinni. 

Rauði dregillinn við Garðarsbraut var opnaður á mánudaginn var.
Rauði dregillinn við Garðarsbraut var opnaður á mánudaginn var. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert