Varðveita fyrsta bíl Filippusar prins

Filippus prins, hertogi af Edinborg, var alla tíð mikill áhugamaður um bíla. Hans fyrsti bíll var af gerðinni 1935 Standard Nine. Bíllinn hefur varðveist í öll þessi ár og er nú til sýnis á safni Galle Face-hótelsins í Colombo í Srí Lanka.

Bíllinn hefur verið gerður upp nokkrum sinnum og er vel haldið við.

Filippus keypti bílinn árið 1942, þá 21 árs gamall, í Colombo. Þá var hann í þjónustu breska sjóhersins í seinni heimsstyrjöldinni. Hann keypti bílinn fyrir 12 pund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert