Skíðadrottning baðar sig í sólinni í Mexíkó

Lindsey Vonn.
Lindsey Vonn. AFP

Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn nýtur nú lífsins í sólinni í Tulum í Mexíkó. Vonn hefur notið síðustu viku á ströndinni, farið á svokallað padddle board, og tekið æfingu í sólinni. Ferðin var óvænt afmælisferð fyrir vinkonu hennar Vanessu Cella. 

Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan Vonn sleit trúlofun sinni við PK Subban eftir þriggja ára samband. Hún var áður í sambandi með Tiger Woods á árunum 2013 til 2015. 

Vonn lagði skíðin á hilluna árið 2019 en fyrir það hafði hún unnið hvern titilinn á fætur öðrum. 

mbl.is