Ástfangin í eyðimörkinni

Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Kourtney Kardashian og Travis Barker. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og kærastinn hennar, tónlistarmaðurinn Travis Barker, virðast vera yfir sig ástfangin. Kardashian birti mynd á Instagram í gær þar sem þau deila ástríðufullum kossi í eyðimörkinni. 

„Eins og himnaríki,“ skrifaði Kardashian við myndina. Á henni er hún aðeins klædd í bikiní. 

Kardashian og Barker voru á ferðalagi í Utah-ríki, nánar tiltekið á fimm stjörnu hótelinu Amangiri. Kardashian-fjölskyldan hefur heimsótt Amangiri reglulega en nóttin kostar um hálfa milljón króna. mbl.is