Elma Stefanía býr til undurfagrar peysur

Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir er búsett í Vínarborg.
Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir er búsett í Vínarborg. mbl.is/Facebook

Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir hefur verið dugleg að deila fallegum ljósmyndum frá Vínarborg að undanförnu. Það ýtir undir áhuga á ferðalögum að sjá sólina og fegurðina víðsvegar um Evrópu og eru ljósmyndirnar hennar þannig að þær sýna glæsileikann í þessari fallegu höfuðborg Austurríkis. 

Vínarborg er ein helsta miðstöð menningar í Austurríki enda eru þar fjölmargar menningastofnanir, söfn og skólar. 

Áhrif alls þessa hafa leitt til þess að nú er Elma Stefanía farin að prjóna á sig fallegar peysur í alls konar litum sem eftir er tekið. 

Hvort Elma Stefanía gerir eitthvað við þennan nýfundna áhuga sinn á hönnun og hugverki í peysugerð er óvíst. Eitt er víst að leikkonunni er margt til lista lagt. 

Elma Stefanía hannaði og prjónaði þessa fallegu peysu nýverið.
Elma Stefanía hannaði og prjónaði þessa fallegu peysu nýverið. mbl.is/Facebook
mbl.is