Áhrifavaldar reknir úr landi

Leia Se málaði á sig andlitsgrímu og fór inn í …
Leia Se málaði á sig andlitsgrímu og fór inn í verslun á Balí. Skjáskot/YouTube

Stjórnvöld á indónesísku eyjunni Balí hafa ákveðið að reka tvo erlenda áhrifavalda, Josh Paler Lin og Leia Se, úr landi eftir að þeir birtu myndband af grímuhrekk. Í myndbandinu brutu áhrifavaldarnir reglur um andlitsgrímur. 

Stjórnvöld greindu frá ákvörðun sinni á föstudag en Lin er frá Taívan, búsettur í Bandaríkjunum og Se er frá Rússlandi. 

Í myndbandinu málaði Se á sig bláa andlitsgrímu og fór inn í verslun á Balí. Í myndbandinu má heyra Lin furða sig á því að enginn taki eftir því að Se sé ekki með grímu. Se hafði áður verið meinaður aðgangur vegna grímuleysis.

Myndband áhrifavaldanna hefur vakið mikla reiði á Balí þar sem fjöldi látinna fer hækkandi vegna veirunnar. 

Erlendir ferðamenn geta fengið sekt vegna grímuleysis á Balí og reknir úr landi brjóti þeir af sér aftur. Nú ákváðu stjórnvöld hins vegar að reka þau beinustu leið úr landi. 

Lin, sem reglulega gerir hrekkjamyndbönd á YouTube-rás sinni, hvar hann er með 3,4 milljónir fylgjenda, hefur eytt myndbandinu og beðist afsökunar. 

mbl.is