Hefurðu heimsótt innsta bæinn í dalnum?

Baðstofa sem hægt er að gista í með alls konar …
Baðstofa sem hægt er að gista í með alls konar þægindum sem tilheyra nútímanum. mbl.is/Instagram

Ef marka má umsögn ferðalanga er Óbyggðasetur Íslands staðurinn að heimsækja um þessar mundir. Þar má finna einstaka gistiupplifun og ævintýraferð aftur til gamla tímans í bóndabæ frá miðri 20. öld. Þar sem baðstofa, hjónahús og uppgerð íbúðarhús frá 1940 á Egilsstöðum í Norðurdal í Fljótsdal heilla ferðamenn. 

Staðsetning bæjarins er áhugaverð en hann er innsti bærinn í dalnum og stendur við jaðar Vesturöræfa en þar bíða ferðamanna víðáttur og nátt­úru­kyrrð í ægifögru umhverfi.

Hægt er að fá leiðsögn um sýningu er segir frá ævintýrum óbyggðanna á lifandi hátt. Aðgangur að baðhúsi er innifalinn fyrir gistigesti, heit laug, gufubað og hvíldarherbergi með eldstæði. 

Gisting í átta herbergjum með sameiginlegu baði, einnig í veglegri baðstofu, lokrekkjum og í fjölskylduherbergi með baði. Heimsókn á staðinn er talið henta vel þeim sem elska gamla tímann og vilja upplifa eitthvað öðruvísi á ferðalögum sínum. 

Sumir sofa betur á ferðalögum í gömlum húsakynnum.
Sumir sofa betur á ferðalögum í gömlum húsakynnum. mbl.is/Instagram
mbl.is