Fæddi óvænt barn í flugvél

Lavinia Mounga með Raymond litla um borð.
Lavinia Mounga með Raymond litla um borð. Skjáskot/GoFundMe

Lavinia nokkur Mounga fæddi á dögunum barn í flugvél Delta Air Lines á leið frá Salt Lake City til Honolulu á Havaí. Mounga vissi ekki að hún væri ólétt og því kom fæðing barnsins enn meira á óvart. 

Mounga fæddist sonur sem hefur fengið nafnið Raymond. Hjúkrunarfræðingur sem var um borð metur að hún hafi verið gengin 26 til 27 vikur á leið með soninn. Mounga er nú á spítala í Honolulu með litla drengnum sínum þar sem hann fæddist mikið fyrir tímann. Fjöldi lækna og hjúkrunarfræðinga var um borð og tók á móti honum.

Saga Mounga hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla eftir að önnur kona, Julia Bernice, deildi sögu hennar á TikTok.

Systir Mounga hefur blásið til söfnunar á Go Fund Me þar sem fólk getur styrkt þau mæðginin. Á síðunni segir systirin að Mounga þurfi að dvelja á Havaí þar til Raymond litli er orðinn nógu hraustur til að fljúga aftur heim til Utah. 

@juliabernice

It’s the ‘baby being born while we’re above the Pacific Ocean’ for me

♬ original sound - Julia Hansen
mbl.is