Í rúminu í einkaþotu

Georgina Rodriguez og Cristiano Ronaldo ferðast með stæl.
Georgina Rodriguez og Cristiano Ronaldo ferðast með stæl. AFP

Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez ferðast ekki eins og venjulegt fólk. Knattspyrnustjarnan og unnusta hans sýndu frá lúxuslífsstíl sínum á samfélagsmiðlum þar sem þau lágu í rúmi á einkaþotu. 

Ronaldo og Rodriguez virtust hafa það náðugt þar sem þau lágu makindalega hlið við hlið í rúmi í einkaþotu. Parið klæddist þægilegum íþróttagöllum af flottari gerðinni og var Rodriguez með fokdýra Birkin-handtösku. 

Ekki er vitað hvert för þeirra var heitið en parið er duglegt að nota einkaþotu fyrir fjölskylduna. Ekki er langt síðan kötturinn þeirra var sendur með einkaþotu frá Ítalíu til Spánar. mbl.is