Frosti kom sinni heittelskuðu á óvart í Kef-city

Frosti Logason og Helga Gabríela.
Frosti Logason og Helga Gabríela. mbl.is/Stella Andrea

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og kokkurinn Helga Gabríela Sigurðardóttir fóru í rómantíska ferð suður með sjó um helgina. Frosti kom eiginkonu sinni á óvart en Helga Gabríela varð þrítug á laugardaginn. 

Frosti og Helga Gabríela fóru til Keflavíkur og greindi Helga Gabríela frá ferðinni á samfélagsmiðlum. „Ástin mín Frosti Loga kom mér svo á óvart seinnipartinn með óvissuferð á Hótel Berg í geggjaðan dinner og dekur,“ skrifaði Helga Gabríela meðal annars og sagðist ætla að slaka á í „Kef-city“ eins og hún orðaði það. 

Frosti og Helga Gabríela giftu sig í byrjun árs og eiga von á öðru barni sínu saman. Frosti virðist vera einstaklega rómantískur og ekki bara vegna þess að hann fór með eiginkona sína á hótel á afmælinu. Stuttu eftir brúðkaupið fékk hann sér húðflúr á bringuna með millinafni hennar. 

mbl.is